Mar 5, 2012

að vera skilinn eftir


Núna nýverið voru tilkynntir leikmannahóparnir sem fara til Svíþjóðar að spila með unglingalandsliðinu. Það er svakalega góð tilfinning að vera valin í landsliðið í fyrsta sinn. En það sem margir átta sig ekki á að þarna eru valdnir 12 leikmenn í hverjum aldursflokki. Þannig það eru mun fleiri sem komast ekki í liðið heldur en komast. Ég hef gengið í gegnum þetta sjálfur að vera einn af hinum, semsagt ekki einn af þessum 12.

Það vilja allir spila fyrir Hönd Íslands.
Það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum er að vera cuttaður. Ég hef verið cuttaður fjórum sinnum á ævinni. Fyrsta skiptið þegar ég var 14 ára og var cuttaður úr u16 ára landsliðinu semsagt einu ári eldri. Ég hafði lagt mikið á mig til þess að komast inn í þetta lið, æfði mikið einn, mætti á hverja einustu æfingu allt sumarið og fannst ég standa mig vel, svo kom að því að velja liðið, á seinustu æfingunni heyrði ég þjálfarana tala saman um valið á liðinu tveir af þeim sögðu við 3 þjálfarann að þeir voru komnir með 13 leikmenn á blað og gætu ekki gert upp á milli hver ætti að vera skilinn eftir heima og á einhvern óskiljanlegan hátt að mínu mati var ég ekki valinn í liðið, ég var þó valinn til að vera 13. maður þannig  ef einhver hefði meiðst þá var ég næstur inn. Þannig ég varð sá sem þeir enduðu með að skilja eftir.

Þetta var svakalega fúlt enda búinn að leggja alla þessu vinnu í þetta og fannst ég ekki uppskera eins og ég sáði. Þarna kom bróðir minn til sögunnar og einhvern veginn náði hann að telja mér trú um það að ég hafi greinilega ekki gert nóg, annars hefði ég verið valinn, það væri greinilega eitthvað sem vantaði víst þeir gátu fundið ástæðu til að ganga framhjá mér. Þar sem að yngri bróðir hlustar alltaf á eldri bróðir  sinn þá fannst mér ekki geta verið neitt annað en þetta. Ég fór að mæta á hverja einustu meistaraflokks æfingu, reyndar fékk ég ekkert að vera með, ég var bara einn út í horni að gera mínar æfingar, gera það sem mér fannst vanta til þess að ég kæmist í þetta lið. Auk þess byrjaði ég að lyfta á þessum tíma en þó alltaf undir leiðsögn góðra þjálfara sem er nauðsynlegt á þessum aldri. 

Þarna var gott að eiga bróður líka sem hugsaði alltaf um hagsmuni mína og sagði að það hlyti að vera einhver ástæða, ég hlyti að vera að gera eitthvað vitlaust. Ég þyrfti greinilega að leggja meira á mig. Hann náði að telja mér trú á það að horfa alltaf inná við áður en ég færi að dæma og blóta öllum í kringum mig. Því hvaða rétt hefur þú að gagngrýna aðra ef þú gagngrýnir ekki einu sinni sjálfan þig? Þessi hugsunarháttur hefur hjálpað mér ótrúlega  mikið. Maður hefur val um hverja einustu ákvörðun í lífinu. Auðvelda ákvörðunin hverju sinni er að kenna öðrum um en sjálfum sér og réttlæta þannig fyrir sjálfum sér að maður geri allt rétt, það sé bara eitthvað að öllum hinum!


Tveimur árum seinna þegar þetta lið var valið aftur semsagt, ´87 landsliðið þá u18, hafði ég haldið mínu striki mætti á hverja æfingu og reyndi að gera mitt besta á hverri æfingu. Því þegar á botninn hvolft er það eina sem þú getur gert. Um leið og maður fer að láta utanaðkomandi hluti fara í taugarnar á sér þá yfirleitt fer allt á versta veg. 


Ég komst í liðið í þetta skipti og vann mér inn sæti í byrjunarliðinu, þannig þarna var ég orðinn nokkuð stór partur af liðinu en samt af því að ég hafði verið cuttaður áður þá var ég alltaf á tánum og fannst ég aldrei örruggur með neitt af því þetta hafði skeð áður af hverju ætti þetta þá ekki að ske aftur?
þessi leikmaður var líka cuttaður á sama aldri og ég!
Þarna hafði ég í raun forskot á flest alla aðra í liðinu, af því ég hafði verið cuttaður áður þá lagði ég mig alltaf extra fram á hverri æfingu og mætti á hverja einustu æfingu hliðraði öllu til þess að komast á æfingar, meðal annars sleppti ég fyrstu og einu utanlandsferðinni sem öll mín fjölskylda hefur farið saman vegna þess að ég myndi missa af aukaæfingum á morgnanna hjá Benna. 


Ég veit að nú eru nokkrir krakkar mjög vonsviknir að gengið hafi verið framhjá þeim í þetta skiptið. En af hverju? Það hlýtur að vera ástæða? Fyrsta skrefið til þess að bæta sig og komast nær því að komast í liðið næst er að komast að því hvaða ástæða það hafi eigilega verið hvað þarftu að bæta. Ekki taka þá ákvörðun að þetta sé þjálfaranum að kenna og honum líki illa við þig, þú sért miklu betri en þessi og hinn en samt voru þeir valdnir? Það er alltaf ástæða. Ég hef orðið vitni af því oft að menn ákveða að þetta sé ekki þeirra vandamál flestir þeirra eru hættir núna. Þú hefur val um hvernig þú tekur þessum skilaboðum.


Flestir hafa heyrt um það að það er ekki spurning hversu oft þú dettur, heldur er það spurning um hversu oft þú stendur upp. Það er á svona tímum þar sem karakter einstaklinga kemur raunverulega í ljós, það er mjög erfitt að taka það inná sig að maður sé ekki nógu góður, að maður þurfi að bæta eitthvað, en stundum er það nauðsynlegt!