Feb 21, 2012

Ímyndun

Hversu oft hefur þú heyrt þjálfarann þinn tala um að fara yfir þitt hlutverk fyrir hvern leik? Reyna að sjá fyrir þér hvernig leikurinn þróast, hvernig þú bregst við undir vissum kringumstæðum og svo framvegis.



Mig langar til að benda rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum með vítaskot í körfubolta. Tekinn var hópur af fólki með svipaða reynslu í körfubolta,þeim var sýnd rétt leið til að skjóta svo voru þau látinn skjóta og útkoman mæld. Eftir að það hafi verið gert var hópnum skipt í 3 hluta, 1.hlutinn fékk það hlutverk að halda bara áfram að lifa sínu eðlilega lífi og ekki hugsa neitt eða æfa sig í körfubolta, annar hlutinn var fenginn til að taka 5-10 min á hverjum degi til að hugsa um vítaskotið, hvernig rétt skottækni væri og sjá boltann fyrir sér fara ofan í svo var loks þriðji hlutinn fenginn til að mæta upp í íþróttarhús og taka vítaskot á hverjum degi.


Eftir nokkurn tíma voru þau fengin til að mæta aftur og gáð var að því hversu mikið hver hópur hafi bætt sig. 1 hópurinn hafði ekkert bætt sig. 3 hópurinn hafði bætt sig töluvert enda tekið vítaskot á hverjum degi. Það sem var sláandi í þessarri rannsókn var það að munurinn á milli hóps 2 og 3 var ekki ýkja mikill. Þeir sem hugsuðu um vítaskotið á hverjum degi höfðu bætt sig álíka mikið og hópurinn sem mætti upp í hús á hverjum degi.


Langar þig að hafa þetta útsýni einn daginn og dekka Ricky Rubio?

Með því að hugsa um líkamlega áreynslu, þá fara sömu vöðvarnir og eru notaðir við hreyfinguna ósjálfrátt að spennast upp og mynda sömu spennu og þeir gera þegar hreyfingin er í raun gerð í alvöru. Prufaðu bara sjálf/ur taktu þér tíma núna lokaðu augunum, reyndu að blokka út allt í kringum þig og sjáðu þig fyrir þér á einhverjum stað sem þú villt vera á. Gerðu þína uppáhaldshreyfingu. Mjög líklega finnuru fyrir að vöðvarnir sem framkvæma hreyfinguna venjulega herpast allir til. Þarna er um að ræða vöðvaminni. Þegar þú loksins ert mættur á þann stað sem þig hefur dreymt um þá tekur vöðvaminnið við. Þú ferð að gera hluti ósjálfrátt, sem þú hefur séð sjálfan þig gera 1000 sinnum í huganum á akkurat þessu sama sviði. Fyrir þér verða þessir hlutir engan veginn of yfirþyrmandi eða of stórir fyrir þig því þú hefur upplifað þessar tilfinningar svo oft áður.

Auðvitað kemur þetta ekki í staðinn fyrir að æfa sig á vellinum. En þetta getur hjálpað mikið við að gera mann andlega tilbúinn til að takast á við það sem hugsanlega gæti skeð á vellinum. Nú er ég ekki að tala um að þú farir að sjá þig fyrir þér taka heljarstökk og troða yfir alla í hinu liðinu. Það er ekki raunhæft. Hugsunin og „vision-ið“ verður að vera „realistic“.


Eða viltu bara eins og við hin og sætta þig við þetta sæti?

Það sem er mjög algengt þegar fólk ímyndar sér hluti er að þau loka augunum, eru komin á staðinn sem þau vilja vera á, en eru svo í raun að horfa á einhvern utanaðkomandi gera það sem þau vilja gera. Það sem ég meina með þessu er að þegar þú ert að ímynda þér og setja þig inn í þá mynd sem þú villt vera partur af, settu þig þá þannig inn í myndina að þú sért í raun að upplifa það beint í æð. Þeir sem ímynda sér og sjá sjálfa sig vera að gera hlutina í 3 persónu munu líklega enda upp í stúku að horfa á aðra gera það sem þeir ímynduðu sér. En ef þú ímyndar þér hlutina í 1. Persónu getur það endað með að vera ÞÚ!