Feb 21, 2012

Ímyndun

Hversu oft hefur þú heyrt þjálfarann þinn tala um að fara yfir þitt hlutverk fyrir hvern leik? Reyna að sjá fyrir þér hvernig leikurinn þróast, hvernig þú bregst við undir vissum kringumstæðum og svo framvegis.



Mig langar til að benda rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum með vítaskot í körfubolta. Tekinn var hópur af fólki með svipaða reynslu í körfubolta,þeim var sýnd rétt leið til að skjóta svo voru þau látinn skjóta og útkoman mæld. Eftir að það hafi verið gert var hópnum skipt í 3 hluta, 1.hlutinn fékk það hlutverk að halda bara áfram að lifa sínu eðlilega lífi og ekki hugsa neitt eða æfa sig í körfubolta, annar hlutinn var fenginn til að taka 5-10 min á hverjum degi til að hugsa um vítaskotið, hvernig rétt skottækni væri og sjá boltann fyrir sér fara ofan í svo var loks þriðji hlutinn fenginn til að mæta upp í íþróttarhús og taka vítaskot á hverjum degi.


Eftir nokkurn tíma voru þau fengin til að mæta aftur og gáð var að því hversu mikið hver hópur hafi bætt sig. 1 hópurinn hafði ekkert bætt sig. 3 hópurinn hafði bætt sig töluvert enda tekið vítaskot á hverjum degi. Það sem var sláandi í þessarri rannsókn var það að munurinn á milli hóps 2 og 3 var ekki ýkja mikill. Þeir sem hugsuðu um vítaskotið á hverjum degi höfðu bætt sig álíka mikið og hópurinn sem mætti upp í hús á hverjum degi.


Langar þig að hafa þetta útsýni einn daginn og dekka Ricky Rubio?

Með því að hugsa um líkamlega áreynslu, þá fara sömu vöðvarnir og eru notaðir við hreyfinguna ósjálfrátt að spennast upp og mynda sömu spennu og þeir gera þegar hreyfingin er í raun gerð í alvöru. Prufaðu bara sjálf/ur taktu þér tíma núna lokaðu augunum, reyndu að blokka út allt í kringum þig og sjáðu þig fyrir þér á einhverjum stað sem þú villt vera á. Gerðu þína uppáhaldshreyfingu. Mjög líklega finnuru fyrir að vöðvarnir sem framkvæma hreyfinguna venjulega herpast allir til. Þarna er um að ræða vöðvaminni. Þegar þú loksins ert mættur á þann stað sem þig hefur dreymt um þá tekur vöðvaminnið við. Þú ferð að gera hluti ósjálfrátt, sem þú hefur séð sjálfan þig gera 1000 sinnum í huganum á akkurat þessu sama sviði. Fyrir þér verða þessir hlutir engan veginn of yfirþyrmandi eða of stórir fyrir þig því þú hefur upplifað þessar tilfinningar svo oft áður.

Auðvitað kemur þetta ekki í staðinn fyrir að æfa sig á vellinum. En þetta getur hjálpað mikið við að gera mann andlega tilbúinn til að takast á við það sem hugsanlega gæti skeð á vellinum. Nú er ég ekki að tala um að þú farir að sjá þig fyrir þér taka heljarstökk og troða yfir alla í hinu liðinu. Það er ekki raunhæft. Hugsunin og „vision-ið“ verður að vera „realistic“.


Eða viltu bara eins og við hin og sætta þig við þetta sæti?

Það sem er mjög algengt þegar fólk ímyndar sér hluti er að þau loka augunum, eru komin á staðinn sem þau vilja vera á, en eru svo í raun að horfa á einhvern utanaðkomandi gera það sem þau vilja gera. Það sem ég meina með þessu er að þegar þú ert að ímynda þér og setja þig inn í þá mynd sem þú villt vera partur af, settu þig þá þannig inn í myndina að þú sért í raun að upplifa það beint í æð. Þeir sem ímynda sér og sjá sjálfa sig vera að gera hlutina í 3 persónu munu líklega enda upp í stúku að horfa á aðra gera það sem þeir ímynduðu sér. En ef þú ímyndar þér hlutina í 1. Persónu getur það endað með að vera ÞÚ!

Feb 12, 2012

Post it miðar

Gulu posted miðarnir hafa hjálpað mér mikið til að halda mér á tánnum við að ná mínum markmiðum. Út um alla íbúð hérna hjá okkur er hægt að finna reyndar bleika posted miða með hinum allskyns orðum á. Þetta hjálpar mér með að gleyma ekki mínum markmiðum, finnst þau vera raunverulegri og aðgengilegri þegar ég er búinn að skrifa þau niður. Ég læt miðana alla vera á stöðum sem ég geng oft um en engin annar. Með þeim hætti er ég að láta sjálfan mig hugsa mun oftar um markmiðin heldur en ég myndi gera ef ég geri þetta ekki. Ég hef líka gert þetta á þann hátt að engin annar skilur það sem stendur á miðunum. Þannig er þetta bara eitthvað sem ég á, eitthvað sem ég stefni að, eitthvað sem engin þarf í raun að vita nema ég sjálfur.

Ætli skápurinn minn endi ekki einhvern veginn svona.
Auðvitað er ég samt með miðana á stöðum sem fólk er ekkert venjulega að fara í, t.d. inn í fataskáp, inn í íþróttaskápnum mínum og svo framvegis. Enda væri líklega ekki mjög vel tekið í það hjá kvenpeningnum á heimilinu ef að bleikir miðar myndu skreyta upp alla íbúðina.

Feb 7, 2012

Markmið



Ef það væri gerður listi yfiir vanmetnustu hluti í lífinu þá myndi ég láta setja sér markmið í eitt af topp sætunum. Setja sér markmið er ekki eitthvað sem er svakalega flókið, það er í raun öll vinnan á bakvið að ná markmiðunum sem skilur að.

Þegar ég var yngri fannst mér svolítið kjánalegt að setjast niður og skrifa niður eitthvað sem ég ætlaði mér að gera. Sá engan mun á því að hugsa bara um það sem mig langaði að gera og að skrifa það niður.


Sá sem ýtti svolítið við mér í þessum efnum var Brynjar Karl Sigurðsson, þáverandi þjálfari FSU. Ég átti við hann nokkur góð samtöl, eins og ég sagði áður þá hef ég farið vítt og breytt til að afla minnar vitneskju um hina ýmsu hluti. Hann spurði mig hreint út hvort ég væri að bæta mig sem körfuboltamaður og hvert ég ætlaði mér sem körfuboltamaður. Ég sagði náttúrulega strax já er að bæta mig og ég ætla að verða atvinnumaður án þess að hika.

Þá  kom hann með tilsvar sem ég mun aldrei gleyma. Hann sagði já ok það er frábært. Sýndu mér það. Eftir hverju vinnuru? Hvernig sérðu að þú sért að bæta þig?  Hvernig ætlaru að fara að því að verða atvinnumaður?

Þarna stóð ég andspænis honum og hafði ekkert í höndunum í rauninni til að svara þessum spurningum hans því þetta var allt bara tilfinning sem ég hafði. Mér fannst ég vera að bæta mig þvílíkt, fannst ég vera orðinn miklu sterkari og fannst ég á réttri leið til að verða atvinnumaður. Ég var að vinna að mér fannst markvisst í mínu höfði til þess að verða alvöru leikmaður. Mér fannst ég vera að gera meira en maðurinn við hliðin á mér, en hafði í raun ekki hugmynd um það.


Ég ákvað að byrja að skrifa niður allt sem ég gerði og það sem ég ætlaði mér að gera frá degi til dags. Þetta var bæði, matardagbækur, körfuboltatengt efni ásamt fleiru.
Mig langar að koma með nokkrar staðreyndir um markmið:
-          Markmið geta verið um allt í lífinu, íþróttir, skóla eða vinnu
-          Það er ekki hægt að setja sér bara eitt markmið = komast í NBA og búast við að það gerist bara
-          Því fleiri sem „detailarnir“ eru því auðveldara er að fylgja markmiðunum
-          Markmið geta verið svakalega einföld. Að fara í ræktina á hverjum degi, án þess að gera mikið er markmið. Að fara í ræktina, þá er hálfur sigurinn unnin
-          Um leið og það er búið að skrifa niður markmið þá er markmiðið orðið að einhverju áþreifanlegu þá er það orðið eitthvað meira en bara hugsun!!
-          Að sjá niður skrifað markmið á stöðum sem þú lýtur oft á lætur þig vera að hugsa stanslaust um markmiðin þín. Ef þau eru bara í hausnum á þér hugsaru að meðaltali 12 sinnum sjaldnar um markmiðin heldur en ef þau eru skrifuð niður.



Eftir að ég byrjaði að skrifa niður markmiðin mín og leiðina að þeim hefur mér gengið mun betur að ná þeim. Markmið geta verið sett á allskyns hátt, með tímamörkum eða án tímamarka. Einnig geta markmið verið breytileg, ef þú sest niður og setur þér markmið er ekkert 100% að það markmið takist á þeim tímapunkti sem þú vildir að markmiðið tækist en það mun klárlega ýta þér í rétta átt að markmiðunum. Ég hef sett mér fullt af markmiðum sem hafa ekki gengið eftir en heildarmyndin hjá mér er orðin mun bjartari en hún var fyrir 3 árum t.d.

Sem hefur líka hjálpað mér við að halda við markmiðin mín og halda áfram að „update-a“ þau er að ég bíð alltaf eftir þeirri stund að Brynjar Karl spyrji mig aftur að þessarri spurningu. Þá get ég allavega svarað honum almennilega, sýnt honum tölur um bætingu, sýnt honum markmiðin, leiðina að markmiðunum.


Ekki láta einhvern þurfa að ýta svona við þér eins og ýtt var við mér taktu frumkvæði á að byrja á þessu algjörlega sjálfur. Það er aldrei of seint að byrja, sama hversu gamall/gömul þú ert allir geta sett sér markmið. Taktu upp penna og blað skrifaðu niður þína villtustu drauma, búðu svo til leiðarvísi um hvernig þú ætlar að fara að því að ná draumunum. Þér mun koma virkilega á óvart hversu vel þetta virkar!

Feb 1, 2012

íþróttapistlar


Ég hef lagt það í vana minn að reyna að lesa eins mikið og ég get pistla sem aðrir íþróttarmenn skrifa. Í gegnum tíðina hef ég lesið marga góða pistla innlenda sem og erlenda. En það er einn sem stendur svakalega upp úr og hef ég lesið hann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Pistillinn heitir eftirsjá íþróttamannsins og er eftir Hlyn Bærings. læt link á pistilinn fylgja eftirsjá íþróttamannsins