Mar 24, 2012

ímyndun inn í íþróttarhúsi



Hver man ekki eftir þeim dögum þegar maður var úti á velli, ímynda sér að vera að spila við Jordan, Magic, Kobe, Bird, eða einhvern af þessum snillingum. Telja niður upphátt

                               3........................2..........................................1



                                               Swiss

Fagna ógurlega og segja svo með lýsenda rödd. Hörður Axel skorar hér sigurkörfuna fyrir NBA titlinum árið 2000 og Kobe Bryant gat ekkert gert í því.


Svo skeður eitthvað sem verður til þess að maður hættir að hugsa svona, þetta er orðið barnalegt.
Þegar maður er að gera æfingar með keilur, þá eru keilurnar í raun keilur ekki varnarmaður.


Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking.
-
Þú ert bara einn í húsinu þannig þú getur tekið eins mikinn tíma og þú villt í hvaða skot sem er. Það er enginn svakalegur varnarmaður að dekka þig. 

-Stóllinn er bara stóll ekki risastór maður að setja heljarinnar skrín svo þú getir nú eitthvern tímann losnað frá þessum svakalega varnarmanni sem er að dekka þig. 

-Hljóðið í loftræstingunni er bara hljóðið í loftræstingunni ekki fullt hús af stuðningsmönnum, annaðhvort að styðja þig eða á móti þér.

-Bekkurinn á hliðarlínunni er bara gamall trébekkur, ekki bekkurinn sem þú þarft að setjast niður á ef þú stendur þig ekki

Ég er 23 ára gamall og ég ímynda mér meira en 5 ára krakki sem er nýbúinn að fá 2 stóra kassa af playmó til að leika með. 



Ég fæ mikið út úr því að vera einn í húsinu og setja upp allskyns aðstæður. Ég þarf að drippla extra lágt svo boltanum verði ekki stolið, þarf að hægja extra mikið á mér og sprengja svo upp í 100% til að koma varnarmanninum mínum á óvart, þarf að vera snöggur að nái skotinu af því Lebron er að dekka mig, hann er 10 cm stærri en ég og hoppar 10x hærra en ég. 


Maður er aldrei of gamall til að setja sig í eitthverjar aðstæður og herma eftir þeim til að reyna að koma sjálfum sér á næsta level. Þetta hjálpar svakalega mikið. 


Ég veit ekki með ykkur en ég er allavega aldrei einn í íþróttarhúsinu. Kobe er yfirleitt með mér.