Nov 29, 2012

never give up



no words needed. Eitt það mesta inspiration sem ég hef séð í langan tíma

Nov 28, 2012

Larry Bird




Sterkasta vopn íþróttarmanna er sjálfstraust.

 Íþróttarmaður án sjálfstrausts er eins og hermaður á leiðinni í stríð allsber með ekkert vopn, Er eins og bíll án vélar, eins og kvikmynd án leikstjóra, og svo framvegis. 

Þetta er fyrirbæri sem ég hef lagt hvað mesta rannsóknarvinnu á. Ef ég hef áhuga á einhverju þá sekk ég mér í það. Ég hætti ekki fyrr en ég hef fengið eins miklar upplýsingar og ég get borið. En það er eitthvað öðruvísi þegar ég rannsaka orðið sjálfstraust og hvað felst í því. Það er nefnilega alltaf hægt að finna eitthvað nýtt sem tengist sjálfstrausti, eitthverjar nýjar tilvitnanir, nýjar rannsóknir og svo framvegis. 

Það hafa allir skoðun á sjálfstrausti, því jú það snertir allar mannverur jarðar.

Ég hef ætlað að skrifa pistil um sjálfstraust síðan ég byrjaði fyrst með síðuna, en aldrei fundist ég vita nóg. Sjálfstraust er svo vítt hugtak að það er virkilega erfitt að komast yfir það í einum pistli.
Að stúdera sjálfstraust hefur hjálpað mér mikið. Ég hef gert ýmislegt til þess að bæta sjálfstraustið mitt og svo viðhalda því á hæsta stigi. 

Sá maður sem ég tek mér helst til fyrirmyndar þegar kemur að sjálfstrausti er goðsögnin Larry Bird. Sem íþróttarmaður hafði hann óbilaða trú á sjálfum sér, því meira sem ég kynni mér hann og les um hann því meira heillar hann mig sem íþróttarmaður. 

Þegar hann klikkaði skoti, þá fagnaði hann því! Því hann vissi að hann væri 50% skytta og víst hann klikkaði þessu skoti, þá vissi hann að hann myndi hitta næsta skoti. 



Hann vissi að hann væri ekki sneggsti leikmaðurinn, ekki sá stærsti og ekki sá sem hoppaði hæst en hann vissi og lagði mikla áherslu á að enginn væri sterkari en hann andlega, hann lagði einnig mikla áherslu á að engin legði meira á sig en hann. 

Hann setti sér eina góða reglu sem ég hef tileinkað mér síðan ég las það fyrst, hann hætti ekki að taka auka skot eða æfa eftir æfingar þangað til allir aðrir voru hættir, þar var hann kominn með ákveðið andlegt forskot á liðsfélaga sína fyrir sjálfa sig. Ef hann er seinastur út úr salnum þá getur hann réttlætt fyrir sjálfum sér að hann hafi lagt mest á sig af öllum á viðkomandi æfingu. 

Andlegur styrkur íþróttarmanns er virkilega vanmetinn. Það er talið að 70% getu leikmanns er komið útfrá andlegum styrk og hversu mikið hann trúir á sjálfan sig. Það skilur eftir að 30% sé komið af líkamlegum burðum og hæfileikum. 

Þegar þetta er sagt þá langar mig til að spyrja þig hvað er hlutfallið þitt á því hversu mikið þú æfir andlegan styrk á móti líkamlegum styrk/þinni íþrótt líkamlega?

mótlæti





Hvað er mótlæti?

Í lífinu hvort sem það er í íþróttum eða öðru upplifa allir erfiða tíma. Oft er sagt að erfiðir tímar eru þeir tímar sem móta hverja manneskju hvað mest af öllu. Þessir tímar eru oft kallaðir mótlæti. Mótlæti getur birst í ótal myndum, hvenær sem er, hvar sem er og hvernig sem er. 


Hvað flokkar þú undir mótlæti? 

Ég hef undanfarinn ár hætt að lýta á erfiða hluti sem mótlæti.

Hvers vegna? 
Það er einfalt svar:

Mótlæti er mjög neikvætt orð, neikvæð orð ber að forðast, neikvæð orð leiða til neikvæðra hugsana, sem leiðir til fleiri neikvæðra hugsana sem endar með neikvæðri niðurstöðu.


Jordan setti allt upp sem áskorun.
Þess vegna hef ég valið mér að nota orðið áskorun yfir það sem flestir kalla mótlæti. Ef einar dyr lokast þá er ég hættur við að rembast við að opna þær aftur, ég finn bara aðrar dyr.
Ég er alls ekki að tala um að ég hætti bara við að gera það sem ég ætlaði mér að gera, af því það tókst ekki. Ég á við að ég finn bara aðra leið til þess að ná að afreka það sem ég ætla mér. Kannski þarf ég að opna 7 dyr í staðinn fyrir þær 2 dyr sem ég bjóst við í upphafi. En það gerir það að verkum að þegar ég loksins næ því markmiði sem ég setti mér upphaflega, gefur það manni ennþá meira að hafa náð þeim heldur en ef það hefði verið auðvelt og tekist í fyrstu tilraun. 


Ef það væri auðvelt að ná árangri væri þá árangur eitthvað eftirsóknarvert?


Ef þú lest, horfir eða/og hlustar á alla helstu íþróttarmenn sögunnar þá sérðu nákvæmlega þetta mynstur. Þau hugsa ekki neikvætt, þau standa alltaf upp og reyna aftur þegar það tekst ekki, þau finna áskorun í öllu mögulegu og svo mætti halda áfram lengi fram eftir götunum.

Með því að hafa tileinkað mér þetta sjálfur tel ég mig nær þeirri/þeim manneskju/íþróttarmanni sem ég vil vera þegar uppi er staðið.

Nú spyr ég aftur: hvað er mótlæti?

Viðhorf



Viðhorf íþróttarmanna til hinna ýmsu hluta eru jafnmörg og þeir eru margir. Það er hægt að túlka hvern einasta minnsta hlut á þúsund mismunandi vegu. Margir íþróttarmenn vilja stjórna öllu í kringum íþróttina sem þeir eru að spila, en það sem þeir átta sig ekki á er að þeir eru í raun að eyða óþarfa púðri í eitthvað sem þeir geta engan veginn stjórnað. 

Hversu oft hefur þjálfari öskrað á þig? 

Öskur er annað fyrirbæri sem hægt er að túlka á marga mismunandi vegu. Sumir myndu finnast þjálfari bara að vera að tala hátt á meðan öðrum finnst hann vera að öskra eins hátt og hann getur, þótt aðilinn sé að nota sömu tóntegund í báðum tilfellum. 

Mörgum finnst óþægilegt að spila undir þeim kringumstæðum þegar þjálfari hækkar róminn útaf mistökunum þínum meðan annar eflist við það að það sé látið hann heyra það. Þetta þarf þjálfari einnig að tileinka sér, þjálfarinn getur ekki komið fram við alla alveg eins. 

Finnst þér óþægilegt að láta öskra á þig en þjálfarinn gerir það samt? 

Þessi hefur látið þá nokkra heyra það í gegnum tíðina!

Þá langar mig að gefa þér nokkur ráð um hvernig þú getur afborið það. 

-hlustaðu á skilaboð öskursins, ekki hvernig þjálfarinn segir það.
-blokkaðu það sem hann segir, bíddu þangað til hann hefur róað sig niður og spurðu hann svo hvað hann hafi sagt.
-alls ekki lýta undan, heldur horfðu á hann, það eitt fær þjálfara oft til að anda léttar
-ekki setja hausinn niður í bringu, berðu brjóstið út í loftið og vertu stoltur af sjálfum þér sama hvaða kringumstæður er um að ræða
-ekki svara þjálfaranum, segðu já, þótt það hafi ekki verið þín mistök, þú munt alltaf tapa rökræðum við þjálfarann því hann ræður.
-hafðu það í huga að í langflestum tilfellum öskrar þjálfari á þig eða skammar þig af því hann veit að þú getur gert betur heldur en þú ert að sýna.

Reyndu að láta köllin frá þjálfaranum hvetja þig áfram. Það er staðreynd að þjálfarar skamma meira og láta leikmenn meira heyra það sem þeir geri meiri kröfur til. Því fyrr sem þú skilur það sem íþróttarmaður, því fyrr getur þú komið sjálfum þér upp á hærra plan. 


Ef þú getur látið öskra á þig tímunum saman án þess að það bitni á sjálfstraustinu þínu þá ertu kominn í hóp frammúrskarandi einstaklinga. Þeir sem geta haldið sjálfstraustinu sínu hátt uppi sama hvað bjátar á, munu geta komist eins langt og hugurinn dreymir um. Nú erum við komin yfir á viðfangsefni næsta pistils þannig ég ætla að stoppa hér.

Vakinn til lífsins

Þar sem körfuboltatímabilið er byrjað og maður er búinn að koma sér vel fyrir aftur hér í Þýskalandi.þá er ekkert því til fyrirstöðu að byrja að skrifa hér aftur.

Síðan hefur legið undir smá yfirhalningu,með nýju og breyttu looki kemur nýr og betri penni vonandi, allavega aktívari penni.

Það munu verða tilkynntir nokkrar nýjungar sem hafa verið í vinnslu. Allt gert með þeim hugsunarhætti að íþróttarmenn sem vilja ná lengra hafi kost á því.

Ég hef fengið mikið af fyrirspurnum frá allskyns fólki úr hinum ýmsu íþróttum um hvort ég ætli ekki að halda áfram með síðuna, þar sem hún hafi hjálpað þeim mikið og hvatt þau áfram. Það er virkilega gaman að fá fyrirspurnir um hina ýmsu hluti sem ég skrifa um þannig endilega haldið því áfram.




May 13, 2012

hvað ert þú að gera?


Ef það er eitthvað sem ég hef verið spurður að oftar en annað, þá er það „hvernig í andskotanum nenniru að æfa svona eins og þú gerir?“  

Þetta eru í raun einföld svör. Þegar íþróttarferillinn er búinn vil ég getað  litið til baka og verið stoltur af því sem ég hef gert. Ég vil geta sagt að ég  hafi gert allt til þess að ná árangri, annaðhvort tókst það eða ekki, það kemur í ljós seinna. Ég vil ekki sitja heima hjá mér 45 ára og velta fyrir mér EF. Annaðhvort munu hlutirnir ganga upp eða ekki. Það er ekkert EF. 

 

Stór ástæða af hverju ég æfi eins og ég geri er að ég vil ná öllum þeim sem eru fyrir framan mig getulega séð. Eina leiðin til að gera það er að æfa sig enda er allt sem mannskepnan gerir endurtekning. Því oftar sem þú gerir hlutina því betri verðuru að gera þá. 

Það er alltaf hægt að finna afsökun fyrir að einhver sé betri en þú. Hann hleypur svo hratt, hann hoppar hátt, hann er mun stærri en ég, hann er í betra liði, hann er með betri þjálfara, og svo framvegis. 

Það nennir í raun enginn að hlusta á þannig afsakanir. Ef þú æfir meira en hinir verðuru betri en þeir, kannski í dag, morgun, næsta ári, 5 árum seinna en þú munt ná þeim, öllum PUNKTUR. 

Ég hef fengið svakalega mikið af mönnum í gegnum tíðina til mín og sagt við mig. „ég var miklu betri en þú þegar við vorum yngri, EF ég hefði haldið áfram þá væri ég örrugglega enn betri“.
Alveg ótrúlegt hvað margir segja þetta. En  þegar uppi er staðið er eina svarið: en þú ert það ekki!

Þú hættir.
Þú lagðir ekki á þig það sem þurfti.
Þú gafst upp
Þú vildir frekar fara á djammið að eltast við hvað?
Þú vildir frekar spila Playstation heldur en að fara að taka extra skot.

Villt þú vera ein/n af þeim sem segir þessa setningu við einhvern sem þú varst betri en þegar þið voruð í minibolta 11 ára?

Ef þú gerir hlutina almennilega, þá mundu brátt sjá að það eru flestir vegir færir, það þarf bara að finna leiðina. 

                                               Besti PG í heimi vaknar kl 4:20 til að ná forskoti á hina


Ef þú hugsar út í það þá er einhver úti núna einhverstaðar í  heiminum úti að æfa sig meðan þú ert hér að lesa þennan pistil, akkurat á þessum tímapunkti er sá hinn sami að ná forskoti á þig. Er það eitthvað sem þú villt?

Ég get allavega lofað þér því að ég mun nota sumarið eins vel og ég get til þess að finna leið til þess að ná forskoti á þig!

Hvað ert þú að gera til þess að nóg forskoti á okkur hin?

May 10, 2012

Fæðubótarefni



Nú er farið að líða á sumar og allir farnir að hugsa hvernig þeir eigi að bæta sig fyrir næsta vetur, geri ég ráð fyrir. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í huga hjá flestum er að styrkja sig, sérstaklega hjá yngri leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í „fullorðinsmanna“ körfubolta.

Ég er búinn að fá nú þegar nokkuð margar fyrirspurnir frá ungum leikmönnum um hvaða fæðubótarefni þeir eiga að notast við til að geta styrkt sig í sumar. 

http://images.smh.com.au/2010/12/29/2112188/supplements_420-420x0.jpg
Þarftu eitthvað hér í raun?
Eitt það mikilvægasta sem fólk gleymir oftar en ekki um fæðubótarefni, leynist í orðinu sjálfu. Fæðubótarefni eru ætluð til notkunar til viðbótar við fæðuna, fæðu-bót en ekki koma í stað máltíða eins og margir halda.

Áður en byrjað er að skoða hvaða fæðubótarefni skulu vera notuð, er alltaf best að taka mataræðið fyrst í gegn. Hvað ert þú að borða margar kalóríur á dag? Hvað þarftu margar á dag? Hversu mikið af kolvetnum ertu að borða á dag? Hversu mikið af prótínum ertu að borða á dag? 


Þetta eru allt spurningar sem þú þarft að vita svarið við áður en hægt er að lýta á hvaða fæðubótarefni þú þarft. 


http://www.hvaleyrarskoli.is/images/auglysingar_logo/pyramidi.JPG
Er þetta ekki nóg?
Íþróttarmenn sem æfa mikið og vilja ná heilbrigðum árangri þurfa á miklu kolvetni að halda. Kolvetni eru orkugjafi líkamans. Flókin kolvetni eru þar fremst í flokki þar sem þau endast lengst í líkamanum. Flókin kolvetni eru til að mynda haframjöl, hrísgrjón, sætar kartöflur og pasta. Önnur kolvetni sem koma sér vel eru t.d. ávextir og grænmeti. 


Þannig ég ráðlegg öllum þeim sem vilja styrkja sig að fara vandlega yfir mataræðið fyrst. Borða reglulega, minnka nammi, minnka gos, auka við ávexti. Einnig myndi ég prufa að taka upp 2-3 daga á www.matarvefurinn.is og  sjá hversu margar kaloríur þú ert að borða, hvað þú þarft og hvað vantar uppá.  

Þetta litla ráð getur sparað þér mikin pening við óþarfa fæðubótarefniskaupum, sérstaklega fyrir körfuboltamenn sem ekki eru að reyna að keppa í vaxtarrækt. 

(Svo eru auðvitað til menn sem æfa það mikið (og með það hraðar frumur)  að þeir geta ekki komist yfir allar þær kaloríur sem þeir þurfa yfir daginn með venjulegum mat. Þeir menn þurfa fæðubótarefni til að ná árangri.) 

Nánar verður farið yfir þetta ásamt mörgu öðru á körfuboltabúðum Harðar Axels og Jóhanns Árna

Mar 24, 2012

ímyndun inn í íþróttarhúsi



Hver man ekki eftir þeim dögum þegar maður var úti á velli, ímynda sér að vera að spila við Jordan, Magic, Kobe, Bird, eða einhvern af þessum snillingum. Telja niður upphátt

                               3........................2..........................................1



                                               Swiss

Fagna ógurlega og segja svo með lýsenda rödd. Hörður Axel skorar hér sigurkörfuna fyrir NBA titlinum árið 2000 og Kobe Bryant gat ekkert gert í því.


Svo skeður eitthvað sem verður til þess að maður hættir að hugsa svona, þetta er orðið barnalegt.
Þegar maður er að gera æfingar með keilur, þá eru keilurnar í raun keilur ekki varnarmaður.


Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking.
-
Þú ert bara einn í húsinu þannig þú getur tekið eins mikinn tíma og þú villt í hvaða skot sem er. Það er enginn svakalegur varnarmaður að dekka þig. 

-Stóllinn er bara stóll ekki risastór maður að setja heljarinnar skrín svo þú getir nú eitthvern tímann losnað frá þessum svakalega varnarmanni sem er að dekka þig. 

-Hljóðið í loftræstingunni er bara hljóðið í loftræstingunni ekki fullt hús af stuðningsmönnum, annaðhvort að styðja þig eða á móti þér.

-Bekkurinn á hliðarlínunni er bara gamall trébekkur, ekki bekkurinn sem þú þarft að setjast niður á ef þú stendur þig ekki

Ég er 23 ára gamall og ég ímynda mér meira en 5 ára krakki sem er nýbúinn að fá 2 stóra kassa af playmó til að leika með. 



Ég fæ mikið út úr því að vera einn í húsinu og setja upp allskyns aðstæður. Ég þarf að drippla extra lágt svo boltanum verði ekki stolið, þarf að hægja extra mikið á mér og sprengja svo upp í 100% til að koma varnarmanninum mínum á óvart, þarf að vera snöggur að nái skotinu af því Lebron er að dekka mig, hann er 10 cm stærri en ég og hoppar 10x hærra en ég. 


Maður er aldrei of gamall til að setja sig í eitthverjar aðstæður og herma eftir þeim til að reyna að koma sjálfum sér á næsta level. Þetta hjálpar svakalega mikið. 


Ég veit ekki með ykkur en ég er allavega aldrei einn í íþróttarhúsinu. Kobe er yfirleitt með mér.