May 13, 2012

hvað ert þú að gera?


Ef það er eitthvað sem ég hef verið spurður að oftar en annað, þá er það „hvernig í andskotanum nenniru að æfa svona eins og þú gerir?“  

Þetta eru í raun einföld svör. Þegar íþróttarferillinn er búinn vil ég getað  litið til baka og verið stoltur af því sem ég hef gert. Ég vil geta sagt að ég  hafi gert allt til þess að ná árangri, annaðhvort tókst það eða ekki, það kemur í ljós seinna. Ég vil ekki sitja heima hjá mér 45 ára og velta fyrir mér EF. Annaðhvort munu hlutirnir ganga upp eða ekki. Það er ekkert EF. 

 

Stór ástæða af hverju ég æfi eins og ég geri er að ég vil ná öllum þeim sem eru fyrir framan mig getulega séð. Eina leiðin til að gera það er að æfa sig enda er allt sem mannskepnan gerir endurtekning. Því oftar sem þú gerir hlutina því betri verðuru að gera þá. 

Það er alltaf hægt að finna afsökun fyrir að einhver sé betri en þú. Hann hleypur svo hratt, hann hoppar hátt, hann er mun stærri en ég, hann er í betra liði, hann er með betri þjálfara, og svo framvegis. 

Það nennir í raun enginn að hlusta á þannig afsakanir. Ef þú æfir meira en hinir verðuru betri en þeir, kannski í dag, morgun, næsta ári, 5 árum seinna en þú munt ná þeim, öllum PUNKTUR. 

Ég hef fengið svakalega mikið af mönnum í gegnum tíðina til mín og sagt við mig. „ég var miklu betri en þú þegar við vorum yngri, EF ég hefði haldið áfram þá væri ég örrugglega enn betri“.
Alveg ótrúlegt hvað margir segja þetta. En  þegar uppi er staðið er eina svarið: en þú ert það ekki!

Þú hættir.
Þú lagðir ekki á þig það sem þurfti.
Þú gafst upp
Þú vildir frekar fara á djammið að eltast við hvað?
Þú vildir frekar spila Playstation heldur en að fara að taka extra skot.

Villt þú vera ein/n af þeim sem segir þessa setningu við einhvern sem þú varst betri en þegar þið voruð í minibolta 11 ára?

Ef þú gerir hlutina almennilega, þá mundu brátt sjá að það eru flestir vegir færir, það þarf bara að finna leiðina. 

                                               Besti PG í heimi vaknar kl 4:20 til að ná forskoti á hina


Ef þú hugsar út í það þá er einhver úti núna einhverstaðar í  heiminum úti að æfa sig meðan þú ert hér að lesa þennan pistil, akkurat á þessum tímapunkti er sá hinn sami að ná forskoti á þig. Er það eitthvað sem þú villt?

Ég get allavega lofað þér því að ég mun nota sumarið eins vel og ég get til þess að finna leið til þess að ná forskoti á þig!

Hvað ert þú að gera til þess að nóg forskoti á okkur hin?

May 10, 2012

Fæðubótarefni



Nú er farið að líða á sumar og allir farnir að hugsa hvernig þeir eigi að bæta sig fyrir næsta vetur, geri ég ráð fyrir. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í huga hjá flestum er að styrkja sig, sérstaklega hjá yngri leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í „fullorðinsmanna“ körfubolta.

Ég er búinn að fá nú þegar nokkuð margar fyrirspurnir frá ungum leikmönnum um hvaða fæðubótarefni þeir eiga að notast við til að geta styrkt sig í sumar. 

http://images.smh.com.au/2010/12/29/2112188/supplements_420-420x0.jpg
Þarftu eitthvað hér í raun?
Eitt það mikilvægasta sem fólk gleymir oftar en ekki um fæðubótarefni, leynist í orðinu sjálfu. Fæðubótarefni eru ætluð til notkunar til viðbótar við fæðuna, fæðu-bót en ekki koma í stað máltíða eins og margir halda.

Áður en byrjað er að skoða hvaða fæðubótarefni skulu vera notuð, er alltaf best að taka mataræðið fyrst í gegn. Hvað ert þú að borða margar kalóríur á dag? Hvað þarftu margar á dag? Hversu mikið af kolvetnum ertu að borða á dag? Hversu mikið af prótínum ertu að borða á dag? 


Þetta eru allt spurningar sem þú þarft að vita svarið við áður en hægt er að lýta á hvaða fæðubótarefni þú þarft. 


http://www.hvaleyrarskoli.is/images/auglysingar_logo/pyramidi.JPG
Er þetta ekki nóg?
Íþróttarmenn sem æfa mikið og vilja ná heilbrigðum árangri þurfa á miklu kolvetni að halda. Kolvetni eru orkugjafi líkamans. Flókin kolvetni eru þar fremst í flokki þar sem þau endast lengst í líkamanum. Flókin kolvetni eru til að mynda haframjöl, hrísgrjón, sætar kartöflur og pasta. Önnur kolvetni sem koma sér vel eru t.d. ávextir og grænmeti. 


Þannig ég ráðlegg öllum þeim sem vilja styrkja sig að fara vandlega yfir mataræðið fyrst. Borða reglulega, minnka nammi, minnka gos, auka við ávexti. Einnig myndi ég prufa að taka upp 2-3 daga á www.matarvefurinn.is og  sjá hversu margar kaloríur þú ert að borða, hvað þú þarft og hvað vantar uppá.  

Þetta litla ráð getur sparað þér mikin pening við óþarfa fæðubótarefniskaupum, sérstaklega fyrir körfuboltamenn sem ekki eru að reyna að keppa í vaxtarrækt. 

(Svo eru auðvitað til menn sem æfa það mikið (og með það hraðar frumur)  að þeir geta ekki komist yfir allar þær kaloríur sem þeir þurfa yfir daginn með venjulegum mat. Þeir menn þurfa fæðubótarefni til að ná árangri.) 

Nánar verður farið yfir þetta ásamt mörgu öðru á körfuboltabúðum Harðar Axels og Jóhanns Árna