Hörður Axel

Hörður Axel Vilhjálmsson heiti ég og er 23 ára strákur fæddur og uppalinn í Reykjavík. Ég ásamt konu minni Hafdísi Hafsteinsdóttur bý út í Þýskalandi þar sem ég spila Körfubolta.

Ég er mjög metnaðarfullur, það sem ég tek mér fyrir hendur vil ég gera almennilega. Mig langar mikið til þess að hjálpa ungu og upprennandi íþróttarfólki til þess að bæði nálgast markmið sín og til að sýna þeim að það sé til leið til þess að komast á þann stall sem þau dreyma um.

Til að segja aðeins meira um mig og minn íþróttaferil, þá byrjaði ég ungur í íþróttum, flakkaði mikið milli íþrótta þar sem ég hafði ekki fundið það sem hentaði mér almennilega. Þegar ég var 9 ára villtist ég inn á körfuboltaæfingu hjá Fjölni þar sem ég gjörsamlega kollféll fyrir íþróttinni. Ég spilaði með Fjölni þangað til ég var 17 ára. 17 ára fluttist ég svo til Kanarí eyja þar sem ég ætlaði að hefja minn atvinnumannaferil. Það fór ekki betur en svo að ég var engan veginn tilbúinn í þann heim sem atvinnumennskan er og kom heim eftir aðeins 5 mánaða veru á Spáni, ég kláraði tímabilið með Fjölni.

Næsta tímabil ákvað ég að halda til Njarðvíkur eftir misheppnaða tilraun til að koma mér til Ítalíu að spila. Það tímabil var það furðulegasta sem ég hef átt í körfubolta. Ég eignaðist nokkra af mínum bestu vinum í Njarðvík og einnig kynntist ég konu minni þar. En inná vellinum var þetta án efa slakasta tímabil mitt hingað til. Þrátt fyrir það var mér boðinn atvinnumannasamningur á Spáni eftir tímabilið sem ég tók og hélt út í Águst mánuði. Það gekk ekki upp vegna nokkurra ástæða, og var ég rekinn þaðan í enda September.

Við þetta  umturnaðist líf mitt. Ég áleit sjálfan mig ekki nógu góðann til að spila í atvinnumennsku. Ég ákvað að gera allt sem ég gæti til þess að ég myndi bæði aldrei upplifa þessa tilfinningu aftur og til þess að sanna fyrir þeim sem ráku mig að þarna gerðu þeir mikil mistök.

Ég gerði mér 10 ára markmið. ég skipti því niður í ár,mánuði,vikur og svo daga. Ég ákvað strax frá degi eitt að ég ætlaði mér að taka 3 ár heima. gera mig tilbúinn á allan hátt fyrir atvinnumennsku, líkamlega, andlega og tæknilega.

Ég gekk til liðs við Keflavíkur. Sem varð að minni bestu ákvörðun í körfubolta. Meðal annars sem ég gerði þessi 3 ár sem ég var hjá Keflavík var að ég fékk marga mismunandi lyftingarþjálfara til að hjálpa mér að þyngja mig, gera mig sneggri, ég fékk Einar Einarsson til að mæta með mér á morgnanna 3-4 í viku fyrir skóla og er ég ævinlega þakklátur honum fyrir að nenna því. ég tók næringarfræði tíma,las íþróttarsálfræði og passaði mig á því að búa til göt í stundartöflunni minni svo ég gæti farið að lyfta og skjóta með því að fá samt næga hvíld milli æfinga.

Venjulegur dagur hjá mér í þessi 3 ár var einhvernveginn svona:

6:00

-vakna
-morgunmatur 
6:45
-æfing með Einari
 8:10
- skóli
12:00

-lyfta
-hádegismatur
14:00-15:30
-áframhaldandi skóli
16:30

-mæta fyrr á liðsæfingu til   
að ná extra skotum               
17:00
-liðsæfing
18:30
-teygjur og kviðæfingar
19:00


-sturta og kvöldmatur
-restin af kvöldinu fór svo í  
rólegheit                     






















Núna er ég á 5 ári á mínum markmiðum. Eins og er þá er ég á pari. Er kominn út eins og ég ætlaði mér. Er farinn að spila í efstu deild í Þýskalandi sem er mjög virt innan körfuboltaheimsins.  Auðvitað hafa komið upp nokkrir hlutir sem hafa ekki gengið eins og t.d. ætlaði ég mér að eiga allavega einn Íslandsmeistaratitil undir beltinu núna. En það gekk ekki, enda ganga ekki öll markmið upp. En aðalatriðið er að setja sér markmið, þeim er alltaf hægt að breyta og bæta við. Sett markmið þurfa ekki að vera endanleg.