Mar 27, 2013

Styrkleikar



Síðastliðinn 2-3 ár hef ég fengið ótal manns til mín sem biður mig um hjálp til að bæta sig í sinni íþrótt. Ég spyr alltaf beint út hvað séu þeirra styrkleikar, þeirra veikleikar og í kjölfarið hvað þau vilja bæta. 

Síðan ég hef byrjað að fá svona fyrirspurnir hef ég oft velt fyrir mér hvað fólk leitast eftir, hversu margar vilja vinna í sínum veikleikum og gera þá betri og hversu margir vilja vinna í sínum styrkleikum og gera þá enn hættulegri. 


Ótrúlega við þetta er að ég hef ekki enn fengið þann aðila til mín sem segir styrkleiki minn er ....... og ég vil gera hann enn sterkari. 

Það er alltaf farið beint í veikleikana, ég get ekki þetta, langar að geta gert þetta, geturu hjálpað mér. Það er allt gott og blessað en hversu góðir væru styrkleikarnir þínir ef þú settir meiri áherslu á fullkomnun á þeim í stað þess að reyna að bæta eitthvað sem kannski verður aldrei jafn gott eða jafnvel bara óþarft. 

 http://www.positive-living-now.com/wp-content/uploads/2010/08/Discover-Your-Strengths.jpg


Ég sjálfur var fastur í þessu, ég ætlaði að gera sjálfan mig að körfuboltamanni sem hefði enga veikleika. Einblíndi bara á mína veikleika og lét mína styrkleika sitja á hakanum.

Þessi fræði hefur algjörlega snúist við hjá mér. Ég hef farið að tileinka mér nokkra hluti sem ég ætla bara að gera virkilega vel, í stað þess að gera marga hluti allt í lagi. 

Ég var að horfa á gamlan leik í gær frá úrslitakeppninni 2009-2010 leik 2 á móti Njarðvík, þar er viðtal við Sigurð Ingimundarson þáverandi þjálfara Njarðvíkur þar sem hann segir „við erum lið sem erum ekki góðir í neinu en ágætir í mörgu, sem er okkar styrkleiki“. Þessu er ég sammála um að það sé styrkleiki að geta gert margt ágætlega, en það er líka veikleiki að geta ekki gert eitthvað virkilega vel!
Ef þú spáir í því þá er ekki til sá boltaíþróttarmaður sem er fullkominn í sinni íþrótt, þeir hafa allir styrkleika og veikleika. En flestir þeirra bestu eru búnir að æfa styrkleikana sína mörg þúsund sinnum og finna leið til að fela veikleikana. 


 http://www.thehindu.com/multimedia/dynamic/01324/messi_1324491f.jpg


Tökum besta fótboltamann í heimi sem dæmi. Heldur þú að Messi væri jafn góður ef hann hefði lagt mun meiri vinnu í veikleikana sína heldur en styrkleikana? 

Hann var talinn lítill og aumur, það lítill og aumur að þegar hann var að alast upp hjá Barcelona héldu menn að hann gæti ekki spilað á háum standard í framtíðinni að sökum þess. Hann hefur nú ekki stækkað mikið og ekki er hann sá sterkasti í bransanum.

Ef hann hefði sleppt því að æfa vinstri fótinn af því hann var nokkuð góður og einbeitt sér að því að jafna fótana þannig hægri yrði jafn sterkur væri hann jafn góður og raun ber vitni? Efa það.
Hann er búinn að gera styrkleikinn sinn svo rosalegan sem er hans vinstri fótur að það bara ræður engin við hann. 

Til þess að æfa styrkleikann þinn þannig þú græðir mikið á því þá verðuru stöðugt að finna nýjar áskoranir útfrá þínum styrkleikum, nýjar æfingar, dýpri vídd, meiri smáatriði. 


Láttu vera ástæðu af hverju styrkleikar þínir eru styrkleikar. Gerðu það þá sterka að það sé nánast ómögulegt að stoppa þá, þótt andstæðingurinn viti nákvæmlega hvað þú ert að fara að gera.

Mar 16, 2013

Ekki



Bókin The Secret var fyrir nokkrum árum mjög stór á Íslandi, virkilega margir áttu eintak af bókinni og líklega flestir höfðu allavega heyrt hennar getið. 

Ég var einn af þeim sem fylgdi straumnum og las bókina. Enda fjallar bókin mikið um mitt áhugasvið eða styrk hugans og hversu langt rétt hugarfar getur tekið þig í raun. Ég tók út marga punkta úr bókinni og aðra leiddi ég alveg hjá mér sem annaðhvort hentuðu ekki mínum hugsunarhátt eða ég var hreinlega bara ekki sammála eins og gengur og gerist.


http://compelmission.org/wp-content/uploads/2011/06/100926-no-limits.jpg 

Þetta var fyrsta bókin sem ég las um eitthverskonar bættan hugsunarhátt eða eins og ég vil kalla það afrekshugsunarhátt. Þar sem er verið að reyna að sýna fram á að í okkar veröld eru engar takmarkanir á hvað þú getur gert sem einstaklingur svo lengi sem þú ferð á eftir því af fullu gasi.


Að tileinka sér nýtt og betrumbætt hugarfar tekur langan tíma. „process-ið“ getur tekið langan tíma og krefst það mikils sjálfsaga, vilja en fyrst og fremst TRÚ. Þú verður að trúa að þitt nýja hugarfar virki svo það virki.  

Það mikilvægasta sem ég tók út úr lestur þessarrar bókar er orðið „ekki“. Ekki er orð sem við notum mikið í daglegu tali. Samkvæmt bókinni er að nota orðið ekki mjög neikvætt. Þetta er skýrt á nokkuð sannfærandi hátt. 
https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjmeWSNXvFMFe8gZu6qkh6IbYMVB9k-CG20WRyB7axzY1gcbvgpsIyy-zVKBY7ox-hEptyiajtPE_Glkb4QVwCeM3oz5t13PAJ_r8oafbtiFQVZLic-bLTh8o3iSW8FLgVdRczFCkofX90/s1600/iwnl.jpg
Það er mikill munur á að spila til að tapa ekki
http://snowballsandsyndicalism.files.wordpress.com/2011/10/0102-1905_i-will-win.jpg
og að spila til að vinna!
 Tökum sem dæmi þú hugsar um að klikka ekki úr skoti í staðinn fyrir að skora úr skotinu. Þá margfaldar það líkurnar á að þú klikkar skotinu. Því hugurinn greinir ekki orðið ekki. Þannig í rauninni með því að hugsa um að klikka ekki úr skoti, ertu í raun að hugsa um að klikka úr skotinu.


Hljómar þetta í þínum eyrum eins og þetta sé mesta vitleysa sem þú hefur nokkurn tímann lesið? 

Tökum eina létta æfingu til að sanna mál mitt og bókarinnar.
Hvað sem þú ert að gera núna, ekki hugsa um bleikan fíl.
Allt annað má koma í huga þinn bara ekki bleikur fíll.

http://images.politico.com/global/2013/02/06/130206_barack_obama_82.jpg





 Þetta er mynd af Obama ekki bleikum fíl. Samt meðan þú sást myndina varstu að hugsa um bleikan fíl, af hverju það kæmi allt í einu mynd af Obama þegar ég var að tala um bleikan fíl. Eitthvað sem er ekki einu sinni til! Áður en þú last þessa færslu hefði þér aldrei dottið í hug að hugsa um bleikan fíl, samt var þér sagt að hugsa alls ekki um bleikan fíl.


Ég held að það komi aldrei sá tími þar sem við vitum allt um hugann og hvernig hann virkar. Það gerir hann virkilega áhugaverðann að mínu mati. Því meiri stjórn þú hefur á hugsunum þínum, því meiri stjórn þú hefur á lífi þínu.

Mar 12, 2013

Ert þú vel undirbúin/n?




 http://www.visindavefur.is/myndir/heili_240306.jpg


Hérna sjáið þið það líffæri sem hjálpar úrvals íþróttarmönnum að skera sig frá góðum íþróttarmönnum. Það er mikið lagt á þetta líffæri til þess að skara frammúr. Þetta er auðvitað heilinn. Heilinn geymir allar þær upplýsingar sem við búum yfir bæði tengdum íþróttum og ekki. 



Vöðvaminni gerir það að verkum að vöðvarnir eru þjálfaðir í eitthverju og framkvæma nákvæmlega þann hlut eftir minni við ákveðnar aðstæður. Tökum sem dæmi þú ert að spila körfuboltaleik, þú ert að drippla upp boltanum þegar varnarmaður skýst að þér og reynir að stela boltanum. Þá „kickar“ vöðvaminnið inn og þú færir boltann frá honum á þann hátt sem líkamanum þínum þykir eðlilegast að gera án þess að þú hugsir um það í raun. Þetta geturu gert vegna þrotlausra æfinga undir vissum kringumstæðum. Þannig í þessum aðstæðum þarftu ekki að hugsa til að taka rétta ákvörðun.

http://www.theepochtimes.com/n2/images/stories/large/2012/12/12/MessiAlien158030312.jpg
er hans vöðvaminni það besta í íþróttum?

Þegar komið er í leik þá er nefnilega lykillinn að vera búinn að undirbúa þig undir allar mögulegar ástæður. Þannig þegar í leikinn er kominn þá er ekkert annað að gera heldur en að njóta leiksins og láta innsæið taka völdin.


http://www.tjohnsonmedia.com/wp-content/uploads/2012/02/AreYouPrepared.jpg
„If you fail to prepare you are preparing to fail“

                                  

Þetta quote er nákvæmlega um þetta. Ef þú ert kominn inn í leik og ert ekki undirbúinn þá ertu nú þegar búinn að tapa. 

Svo eru aðrir sem eru með allt á hreinu en svo þegar kemur inn í leikinn þá eru þeir stanslaust að hugsa um hvað sé að gerast í leiknum, hvað vörnin sé að gera, hvernig þú eigir að bregðast við, ég verð að skora úr þessu skoti. 

Þetta verður til þess að þú sjálfur blokkar þitt eigið vöðvaminni. Þú hugsar það mikið að vöðvaminnið kemst ekki að. Þannig undir venjulegum kringumstæðum sem þú hefur séð margoft áður lendiru í vandræðum, gerir eitthvað sem þú ert ekki vanur. 

This chart was designed for another purpose but it does show how muscle memory works.
æfðu það og treystu því!


Allt í einu virðast einföldustu hlutir vera virkilega flóknir allt útaf því þú ert að mikla þeim of mikið fyrir þér. Þannig eins og segir í síðasta pistli ert þú sjálfur orðinn þinn eigin mótherji.

Sem íþróttarmaður er gott að hugsa, gott að spá í hlutina, en það er staður og stund fyrir það. Þegar er komið út í alvöru keppni þá er kominn tími á að láta hausinn aðeins til hliðar og leyfa innsæinu að taka völdin. 

Íþróttir voru fundnar upp til þess að skemmta fólki, til að lyfta því upp frá skammdeginu og njóta þess að spila/keppa/æfa. Þú byrjaðir líka í íþróttum af því þú hafðir gaman af þeim af hverju þá að flækja íþróttina sjálfa meira en þarf? Af hverju þarftu að mikla fyrir þér eitthvað sem er í grunninn svo svaðalega einfalt. 


 http://sd.keepcalm-o-matic.co.uk/i/keep-calm-and-love-sports-8.png

      Í ENDA DAGSINS ERU ÞETTA BARA ÍÞRÓTTIR

Mar 10, 2013

Árangur



Fyrir mér er árangur eitt afstæðasta hugtak sem okkar tungumál nær yfir. Árangur er eitthvað sem er virkilega persónubundið. Hugtakið árangur er líklega ekki skilgreint eins hjá neinum manni. 

Það er hægt að mæla árangur á margan hátt. Einn sá vinsælasti og sá auðveldasti í raun er að mæla árangur útfrá titlum. Það þarf ekki að fara lengra en að horfa til bestu deildar í heimi sem allir þekkja NBA deildina. Ef leikmaður þar hefur ekki unnið titil er í raun oft sagt að hann hafi ekkert gert nú þegar á sínum ferli. Þessi mæling á árangri finnst mér alfarið röng. Þótt að það spili allir til að vinna, það eru allir að spila til að vinna titla þá verður samt að líta á heildar myndina. Fyrir suma er að vinna titil ekki raunhæft markmið. Fyrir Lebron að vinna titil þegar hann var í Cleveland var til að mynda ekki raunhæft, en það þýðir samt ekki að hann hafi verið að bæta sig sem leikmaður og að liðið hafi ekki verið að ná árangri. Á tíma Lebrons í Cleveland náði liðið sínum besta árangri í sögu félagsins samt vogaði fólk sér að segja að tími hans þar hafi verið vonbrigði af því þeir unnu ekki titil.



Lítum á tímabilið í Iceland Express deildinni í fyrra. Fyrir tímabilið var Grindavík spáð titilinum og allir settu pressu á þá til að vinna, í raun bjuggust allir við að þeir myndu vinna og ef þeir myndu ekki vinna þá yrði það stórslys. Aftur á móti kemur Þór Þorlákshöfn upp um deild og eru nýliðar í úrvalsdeild, þeir enda í hörku úrslitarimmu við Grindavík en þurfa að lýta lægri hlut. Er árangur Grindavíkur þá meiri en Þórs af því þeir unnu titilinn? 



Að leggja á sig og sjá bætingu er árangur líka.Til þess að byrja að ná almennilegum árangri finnst mér persónulega stærsti sigurinn og besta leiðin að árangri er að átta sig á því við hvern maður er í raun að keppa. Því um leið og þú áttar þig á því ertu tilbúin/n til að takast á því að vinna þann sem þú keppist við.

 Íþróttarmaður í öllum íþróttum er á öllum tímum að keppa við sjálfan sig. Þú sjálf/ur ert þinn stærsti samherji en á sama tíma einnig stærsti mótherji. Ef þú keppist að því að verða betri en þú varst í gær á hverjum degi, þá hlýturu að enda sem virkilega góður leikmaður sem bætir sig stöðugt og með því að bæta þig stöðugt, ertu stöðugt að ná betri árangri. 


Til þess að sjá að þú sért að bæta þig er mikilvægt að sjá það á svart og hvítu. Til þess að skara fram úr er ekki nóg að mæta bara á æfingar og halda að þú sért að bæta þig. Þú þarft að vera viss, hvernig ertu viss? 

http://www.newsinnigeria.org/wp-content/uploads/2013/01/success.jpg


Ég hef sagt það áður á þessarri síðu og mun segja það aftur að skrifa niður það sem þú ert að gera á æfingum. Þegar þú tekur aukaæfingu, skrifaðu niður það sem þú gerir á æfingunni. Bæði skotin sem þú tekur, hverju þú hittir úr. Taktu sjálfan þig upp, að taka sjálfan sig upp hjálpar gífurlega. Það hljómar kannski skringilega, en ef þú sérð hreyfingar sem þú gerir sérðu það sem þú getur bætt. Líka með því að taka sjálfan þig upp þá sérðu progressið á sjálfum þér milli myndbanda. Þannig allt sem þú tekur upp líka, geymdu það. Því það er virkilega góð tilfinning að sjá bætinguna á sjálfum sér og fátt annað sem hvetur mig meira áfram en akkurat það. 

Þegar á botninn er hvolft er árangur það sem þú telur að sé árangur. Þinn árangur og þín bæting er undir þér einni/einum komið. Að ná árangri er alltaf jákvætt og skal alltaf verið tekið opnum örmum sama í hversu stórri eða smárri mynd hann birtist.

Nov 29, 2012

never give up



no words needed. Eitt það mesta inspiration sem ég hef séð í langan tíma

Nov 28, 2012

Larry Bird




Sterkasta vopn íþróttarmanna er sjálfstraust.

 Íþróttarmaður án sjálfstrausts er eins og hermaður á leiðinni í stríð allsber með ekkert vopn, Er eins og bíll án vélar, eins og kvikmynd án leikstjóra, og svo framvegis. 

Þetta er fyrirbæri sem ég hef lagt hvað mesta rannsóknarvinnu á. Ef ég hef áhuga á einhverju þá sekk ég mér í það. Ég hætti ekki fyrr en ég hef fengið eins miklar upplýsingar og ég get borið. En það er eitthvað öðruvísi þegar ég rannsaka orðið sjálfstraust og hvað felst í því. Það er nefnilega alltaf hægt að finna eitthvað nýtt sem tengist sjálfstrausti, eitthverjar nýjar tilvitnanir, nýjar rannsóknir og svo framvegis. 

Það hafa allir skoðun á sjálfstrausti, því jú það snertir allar mannverur jarðar.

Ég hef ætlað að skrifa pistil um sjálfstraust síðan ég byrjaði fyrst með síðuna, en aldrei fundist ég vita nóg. Sjálfstraust er svo vítt hugtak að það er virkilega erfitt að komast yfir það í einum pistli.
Að stúdera sjálfstraust hefur hjálpað mér mikið. Ég hef gert ýmislegt til þess að bæta sjálfstraustið mitt og svo viðhalda því á hæsta stigi. 

Sá maður sem ég tek mér helst til fyrirmyndar þegar kemur að sjálfstrausti er goðsögnin Larry Bird. Sem íþróttarmaður hafði hann óbilaða trú á sjálfum sér, því meira sem ég kynni mér hann og les um hann því meira heillar hann mig sem íþróttarmaður. 

Þegar hann klikkaði skoti, þá fagnaði hann því! Því hann vissi að hann væri 50% skytta og víst hann klikkaði þessu skoti, þá vissi hann að hann myndi hitta næsta skoti. 



Hann vissi að hann væri ekki sneggsti leikmaðurinn, ekki sá stærsti og ekki sá sem hoppaði hæst en hann vissi og lagði mikla áherslu á að enginn væri sterkari en hann andlega, hann lagði einnig mikla áherslu á að engin legði meira á sig en hann. 

Hann setti sér eina góða reglu sem ég hef tileinkað mér síðan ég las það fyrst, hann hætti ekki að taka auka skot eða æfa eftir æfingar þangað til allir aðrir voru hættir, þar var hann kominn með ákveðið andlegt forskot á liðsfélaga sína fyrir sjálfa sig. Ef hann er seinastur út úr salnum þá getur hann réttlætt fyrir sjálfum sér að hann hafi lagt mest á sig af öllum á viðkomandi æfingu. 

Andlegur styrkur íþróttarmanns er virkilega vanmetinn. Það er talið að 70% getu leikmanns er komið útfrá andlegum styrk og hversu mikið hann trúir á sjálfan sig. Það skilur eftir að 30% sé komið af líkamlegum burðum og hæfileikum. 

Þegar þetta er sagt þá langar mig til að spyrja þig hvað er hlutfallið þitt á því hversu mikið þú æfir andlegan styrk á móti líkamlegum styrk/þinni íþrótt líkamlega?