Mar 20, 2012

Einstaklingsbúðir Harðar Axels og Jóhanns Árna


Ég og Jóhann Árni höfum talað um það í mörg ár að gera körfuboltabúðir saman sem myndu einkennast af því að allar æfingar sem gerðar væru í búðunum gætu þáttakendur búðanna gert einir heima hjá sér án þess að hafa sálu með sér.

Þegar við vorum að alast upp voru ekki mörg tækifæri til þess að mæta á einn stað og læra mikið um þann sjálfsaga sem þarf til að komast þangað sem flest okkar viljum komast. Við viljum breyta því og reyna að vekja krakkana til umhugsunar um hversu mikið þau í raun geta gert sjálf.
Búðirnar verða fyrir aldurinn 14 ára og upp úr (fædd/ir 1998 og upp úr). Búðirnar verða fyrir bæði kynin, þær verða haldnar í Íþróttarhúsinu við Sunnubraut í keflavík. Búðirnar munu byrja Föstudaginn 1 Júní og ljúka á sunnudeginum hinum 3 Júní.

Við ætlum að takmarka fjöldan sem kemst að í búðunum. Aðallega vegna þess að við viljum að hver einstaklingur í búðunum fái næga athygli og verða gerð góð skil á því hvað hver og einn einstaklingur getur gert til þess að bæta leik sinn.

Við  höfum fengið umboðsskrifstofuna SidebySide til þess að vera styrktaraðili búðanna. SidebySide er Ítölsk umboðsskrifstofa sem er með marga góða leikmenn á samning hjá sér eins og Andrea Bargnani leikmann Toronto Raptors en hann er fyrsti og eini Evrópuleikmaðurinn sem hefur verið valinn fyrstur í NBA nýliðavalinu. Þeir eru þekktir fyrir að fá til sín unga leikmenn og fylgja þeim vel eftir þangað til þeirra verða að fullvaxta leikmönnum. Þeir munu koma til með að koma að búðunum með þeim hætti að í lok búðanna verður haldin stjörnuleikur þar sem leikmenn búðanna verða valdnir til að spila. Sá leikur verður sendur út til þeirra, þeir munu fara yfir leikinn og gæti farið svo að einhverjir leikmenn búðanna verði boðinn samningur hjá mjög virtri umboðsskrifstofu. (þetta á þó helst við elstu leikmennina í búðunum.)


Einnig höfum við fengið Vilhjálm Steinarsson einkaþjálfara til þess að styrkja okkur um fjarþjálfun í búðunum. Það verður þannig að í lok búðanna verður dregið úr þeim leikmönnum sem sóttu búðirnar alla dagana og einn heppinn aðili í búðunum fær fjarþjálfun frá einum sérhæfðasta einkaþjálfara til körfuboltaiðkunnar sem við Íslendingar eigum.

Í enda búðanna fá allir þáttakendur búðanna æfingarmöppu með sér heim þar sem verða um 10 bls af æfingum til þess að gera. Allt eru það æfingar sem þú getur gert ein/n sér og sjálf/ur. Ásamt því fylgir meiri fróðleikur með.

Verð á hvern leikmann er 7500 krónur.Við munum veita systkyna afslátt. Systkyni saman kostar 12000 í heild.

Skráning fer fram í gegnum framfarir2012@gmail.com


Fleiri styrktaraðilar og uppákomur í búðunum verða tilkynnt síðar.