Mar 12, 2013

Ert þú vel undirbúin/n?




 http://www.visindavefur.is/myndir/heili_240306.jpg


Hérna sjáið þið það líffæri sem hjálpar úrvals íþróttarmönnum að skera sig frá góðum íþróttarmönnum. Það er mikið lagt á þetta líffæri til þess að skara frammúr. Þetta er auðvitað heilinn. Heilinn geymir allar þær upplýsingar sem við búum yfir bæði tengdum íþróttum og ekki. 



Vöðvaminni gerir það að verkum að vöðvarnir eru þjálfaðir í eitthverju og framkvæma nákvæmlega þann hlut eftir minni við ákveðnar aðstæður. Tökum sem dæmi þú ert að spila körfuboltaleik, þú ert að drippla upp boltanum þegar varnarmaður skýst að þér og reynir að stela boltanum. Þá „kickar“ vöðvaminnið inn og þú færir boltann frá honum á þann hátt sem líkamanum þínum þykir eðlilegast að gera án þess að þú hugsir um það í raun. Þetta geturu gert vegna þrotlausra æfinga undir vissum kringumstæðum. Þannig í þessum aðstæðum þarftu ekki að hugsa til að taka rétta ákvörðun.

http://www.theepochtimes.com/n2/images/stories/large/2012/12/12/MessiAlien158030312.jpg
er hans vöðvaminni það besta í íþróttum?

Þegar komið er í leik þá er nefnilega lykillinn að vera búinn að undirbúa þig undir allar mögulegar ástæður. Þannig þegar í leikinn er kominn þá er ekkert annað að gera heldur en að njóta leiksins og láta innsæið taka völdin.


http://www.tjohnsonmedia.com/wp-content/uploads/2012/02/AreYouPrepared.jpg
„If you fail to prepare you are preparing to fail“

                                  

Þetta quote er nákvæmlega um þetta. Ef þú ert kominn inn í leik og ert ekki undirbúinn þá ertu nú þegar búinn að tapa. 

Svo eru aðrir sem eru með allt á hreinu en svo þegar kemur inn í leikinn þá eru þeir stanslaust að hugsa um hvað sé að gerast í leiknum, hvað vörnin sé að gera, hvernig þú eigir að bregðast við, ég verð að skora úr þessu skoti. 

Þetta verður til þess að þú sjálfur blokkar þitt eigið vöðvaminni. Þú hugsar það mikið að vöðvaminnið kemst ekki að. Þannig undir venjulegum kringumstæðum sem þú hefur séð margoft áður lendiru í vandræðum, gerir eitthvað sem þú ert ekki vanur. 

This chart was designed for another purpose but it does show how muscle memory works.
æfðu það og treystu því!


Allt í einu virðast einföldustu hlutir vera virkilega flóknir allt útaf því þú ert að mikla þeim of mikið fyrir þér. Þannig eins og segir í síðasta pistli ert þú sjálfur orðinn þinn eigin mótherji.

Sem íþróttarmaður er gott að hugsa, gott að spá í hlutina, en það er staður og stund fyrir það. Þegar er komið út í alvöru keppni þá er kominn tími á að láta hausinn aðeins til hliðar og leyfa innsæinu að taka völdin. 

Íþróttir voru fundnar upp til þess að skemmta fólki, til að lyfta því upp frá skammdeginu og njóta þess að spila/keppa/æfa. Þú byrjaðir líka í íþróttum af því þú hafðir gaman af þeim af hverju þá að flækja íþróttina sjálfa meira en þarf? Af hverju þarftu að mikla fyrir þér eitthvað sem er í grunninn svo svaðalega einfalt. 


 http://sd.keepcalm-o-matic.co.uk/i/keep-calm-and-love-sports-8.png

      Í ENDA DAGSINS ERU ÞETTA BARA ÍÞRÓTTIR