Mar 27, 2013

Styrkleikar



Síðastliðinn 2-3 ár hef ég fengið ótal manns til mín sem biður mig um hjálp til að bæta sig í sinni íþrótt. Ég spyr alltaf beint út hvað séu þeirra styrkleikar, þeirra veikleikar og í kjölfarið hvað þau vilja bæta. 

Síðan ég hef byrjað að fá svona fyrirspurnir hef ég oft velt fyrir mér hvað fólk leitast eftir, hversu margar vilja vinna í sínum veikleikum og gera þá betri og hversu margir vilja vinna í sínum styrkleikum og gera þá enn hættulegri. 


Ótrúlega við þetta er að ég hef ekki enn fengið þann aðila til mín sem segir styrkleiki minn er ....... og ég vil gera hann enn sterkari. 

Það er alltaf farið beint í veikleikana, ég get ekki þetta, langar að geta gert þetta, geturu hjálpað mér. Það er allt gott og blessað en hversu góðir væru styrkleikarnir þínir ef þú settir meiri áherslu á fullkomnun á þeim í stað þess að reyna að bæta eitthvað sem kannski verður aldrei jafn gott eða jafnvel bara óþarft. 

 http://www.positive-living-now.com/wp-content/uploads/2010/08/Discover-Your-Strengths.jpg


Ég sjálfur var fastur í þessu, ég ætlaði að gera sjálfan mig að körfuboltamanni sem hefði enga veikleika. Einblíndi bara á mína veikleika og lét mína styrkleika sitja á hakanum.

Þessi fræði hefur algjörlega snúist við hjá mér. Ég hef farið að tileinka mér nokkra hluti sem ég ætla bara að gera virkilega vel, í stað þess að gera marga hluti allt í lagi. 

Ég var að horfa á gamlan leik í gær frá úrslitakeppninni 2009-2010 leik 2 á móti Njarðvík, þar er viðtal við Sigurð Ingimundarson þáverandi þjálfara Njarðvíkur þar sem hann segir „við erum lið sem erum ekki góðir í neinu en ágætir í mörgu, sem er okkar styrkleiki“. Þessu er ég sammála um að það sé styrkleiki að geta gert margt ágætlega, en það er líka veikleiki að geta ekki gert eitthvað virkilega vel!
Ef þú spáir í því þá er ekki til sá boltaíþróttarmaður sem er fullkominn í sinni íþrótt, þeir hafa allir styrkleika og veikleika. En flestir þeirra bestu eru búnir að æfa styrkleikana sína mörg þúsund sinnum og finna leið til að fela veikleikana. 


 http://www.thehindu.com/multimedia/dynamic/01324/messi_1324491f.jpg


Tökum besta fótboltamann í heimi sem dæmi. Heldur þú að Messi væri jafn góður ef hann hefði lagt mun meiri vinnu í veikleikana sína heldur en styrkleikana? 

Hann var talinn lítill og aumur, það lítill og aumur að þegar hann var að alast upp hjá Barcelona héldu menn að hann gæti ekki spilað á háum standard í framtíðinni að sökum þess. Hann hefur nú ekki stækkað mikið og ekki er hann sá sterkasti í bransanum.

Ef hann hefði sleppt því að æfa vinstri fótinn af því hann var nokkuð góður og einbeitt sér að því að jafna fótana þannig hægri yrði jafn sterkur væri hann jafn góður og raun ber vitni? Efa það.
Hann er búinn að gera styrkleikinn sinn svo rosalegan sem er hans vinstri fótur að það bara ræður engin við hann. 

Til þess að æfa styrkleikann þinn þannig þú græðir mikið á því þá verðuru stöðugt að finna nýjar áskoranir útfrá þínum styrkleikum, nýjar æfingar, dýpri vídd, meiri smáatriði. 


Láttu vera ástæðu af hverju styrkleikar þínir eru styrkleikar. Gerðu það þá sterka að það sé nánast ómögulegt að stoppa þá, þótt andstæðingurinn viti nákvæmlega hvað þú ert að fara að gera.