Mar 16, 2013

Ekki



Bókin The Secret var fyrir nokkrum árum mjög stór á Íslandi, virkilega margir áttu eintak af bókinni og líklega flestir höfðu allavega heyrt hennar getið. 

Ég var einn af þeim sem fylgdi straumnum og las bókina. Enda fjallar bókin mikið um mitt áhugasvið eða styrk hugans og hversu langt rétt hugarfar getur tekið þig í raun. Ég tók út marga punkta úr bókinni og aðra leiddi ég alveg hjá mér sem annaðhvort hentuðu ekki mínum hugsunarhátt eða ég var hreinlega bara ekki sammála eins og gengur og gerist.


http://compelmission.org/wp-content/uploads/2011/06/100926-no-limits.jpg 

Þetta var fyrsta bókin sem ég las um eitthverskonar bættan hugsunarhátt eða eins og ég vil kalla það afrekshugsunarhátt. Þar sem er verið að reyna að sýna fram á að í okkar veröld eru engar takmarkanir á hvað þú getur gert sem einstaklingur svo lengi sem þú ferð á eftir því af fullu gasi.


Að tileinka sér nýtt og betrumbætt hugarfar tekur langan tíma. „process-ið“ getur tekið langan tíma og krefst það mikils sjálfsaga, vilja en fyrst og fremst TRÚ. Þú verður að trúa að þitt nýja hugarfar virki svo það virki.  

Það mikilvægasta sem ég tók út úr lestur þessarrar bókar er orðið „ekki“. Ekki er orð sem við notum mikið í daglegu tali. Samkvæmt bókinni er að nota orðið ekki mjög neikvætt. Þetta er skýrt á nokkuð sannfærandi hátt. 
https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjmeWSNXvFMFe8gZu6qkh6IbYMVB9k-CG20WRyB7axzY1gcbvgpsIyy-zVKBY7ox-hEptyiajtPE_Glkb4QVwCeM3oz5t13PAJ_r8oafbtiFQVZLic-bLTh8o3iSW8FLgVdRczFCkofX90/s1600/iwnl.jpg
Það er mikill munur á að spila til að tapa ekki
http://snowballsandsyndicalism.files.wordpress.com/2011/10/0102-1905_i-will-win.jpg
og að spila til að vinna!
 Tökum sem dæmi þú hugsar um að klikka ekki úr skoti í staðinn fyrir að skora úr skotinu. Þá margfaldar það líkurnar á að þú klikkar skotinu. Því hugurinn greinir ekki orðið ekki. Þannig í rauninni með því að hugsa um að klikka ekki úr skoti, ertu í raun að hugsa um að klikka úr skotinu.


Hljómar þetta í þínum eyrum eins og þetta sé mesta vitleysa sem þú hefur nokkurn tímann lesið? 

Tökum eina létta æfingu til að sanna mál mitt og bókarinnar.
Hvað sem þú ert að gera núna, ekki hugsa um bleikan fíl.
Allt annað má koma í huga þinn bara ekki bleikur fíll.

http://images.politico.com/global/2013/02/06/130206_barack_obama_82.jpg





 Þetta er mynd af Obama ekki bleikum fíl. Samt meðan þú sást myndina varstu að hugsa um bleikan fíl, af hverju það kæmi allt í einu mynd af Obama þegar ég var að tala um bleikan fíl. Eitthvað sem er ekki einu sinni til! Áður en þú last þessa færslu hefði þér aldrei dottið í hug að hugsa um bleikan fíl, samt var þér sagt að hugsa alls ekki um bleikan fíl.


Ég held að það komi aldrei sá tími þar sem við vitum allt um hugann og hvernig hann virkar. Það gerir hann virkilega áhugaverðann að mínu mati. Því meiri stjórn þú hefur á hugsunum þínum, því meiri stjórn þú hefur á lífi þínu.