Nov 28, 2012

Viðhorf



Viðhorf íþróttarmanna til hinna ýmsu hluta eru jafnmörg og þeir eru margir. Það er hægt að túlka hvern einasta minnsta hlut á þúsund mismunandi vegu. Margir íþróttarmenn vilja stjórna öllu í kringum íþróttina sem þeir eru að spila, en það sem þeir átta sig ekki á er að þeir eru í raun að eyða óþarfa púðri í eitthvað sem þeir geta engan veginn stjórnað. 

Hversu oft hefur þjálfari öskrað á þig? 

Öskur er annað fyrirbæri sem hægt er að túlka á marga mismunandi vegu. Sumir myndu finnast þjálfari bara að vera að tala hátt á meðan öðrum finnst hann vera að öskra eins hátt og hann getur, þótt aðilinn sé að nota sömu tóntegund í báðum tilfellum. 

Mörgum finnst óþægilegt að spila undir þeim kringumstæðum þegar þjálfari hækkar róminn útaf mistökunum þínum meðan annar eflist við það að það sé látið hann heyra það. Þetta þarf þjálfari einnig að tileinka sér, þjálfarinn getur ekki komið fram við alla alveg eins. 

Finnst þér óþægilegt að láta öskra á þig en þjálfarinn gerir það samt? 

Þessi hefur látið þá nokkra heyra það í gegnum tíðina!

Þá langar mig að gefa þér nokkur ráð um hvernig þú getur afborið það. 

-hlustaðu á skilaboð öskursins, ekki hvernig þjálfarinn segir það.
-blokkaðu það sem hann segir, bíddu þangað til hann hefur róað sig niður og spurðu hann svo hvað hann hafi sagt.
-alls ekki lýta undan, heldur horfðu á hann, það eitt fær þjálfara oft til að anda léttar
-ekki setja hausinn niður í bringu, berðu brjóstið út í loftið og vertu stoltur af sjálfum þér sama hvaða kringumstæður er um að ræða
-ekki svara þjálfaranum, segðu já, þótt það hafi ekki verið þín mistök, þú munt alltaf tapa rökræðum við þjálfarann því hann ræður.
-hafðu það í huga að í langflestum tilfellum öskrar þjálfari á þig eða skammar þig af því hann veit að þú getur gert betur heldur en þú ert að sýna.

Reyndu að láta köllin frá þjálfaranum hvetja þig áfram. Það er staðreynd að þjálfarar skamma meira og láta leikmenn meira heyra það sem þeir geri meiri kröfur til. Því fyrr sem þú skilur það sem íþróttarmaður, því fyrr getur þú komið sjálfum þér upp á hærra plan. 


Ef þú getur látið öskra á þig tímunum saman án þess að það bitni á sjálfstraustinu þínu þá ertu kominn í hóp frammúrskarandi einstaklinga. Þeir sem geta haldið sjálfstraustinu sínu hátt uppi sama hvað bjátar á, munu geta komist eins langt og hugurinn dreymir um. Nú erum við komin yfir á viðfangsefni næsta pistils þannig ég ætla að stoppa hér.