Nov 28, 2012

mótlæti





Hvað er mótlæti?

Í lífinu hvort sem það er í íþróttum eða öðru upplifa allir erfiða tíma. Oft er sagt að erfiðir tímar eru þeir tímar sem móta hverja manneskju hvað mest af öllu. Þessir tímar eru oft kallaðir mótlæti. Mótlæti getur birst í ótal myndum, hvenær sem er, hvar sem er og hvernig sem er. 


Hvað flokkar þú undir mótlæti? 

Ég hef undanfarinn ár hætt að lýta á erfiða hluti sem mótlæti.

Hvers vegna? 
Það er einfalt svar:

Mótlæti er mjög neikvætt orð, neikvæð orð ber að forðast, neikvæð orð leiða til neikvæðra hugsana, sem leiðir til fleiri neikvæðra hugsana sem endar með neikvæðri niðurstöðu.


Jordan setti allt upp sem áskorun.
Þess vegna hef ég valið mér að nota orðið áskorun yfir það sem flestir kalla mótlæti. Ef einar dyr lokast þá er ég hættur við að rembast við að opna þær aftur, ég finn bara aðrar dyr.
Ég er alls ekki að tala um að ég hætti bara við að gera það sem ég ætlaði mér að gera, af því það tókst ekki. Ég á við að ég finn bara aðra leið til þess að ná að afreka það sem ég ætla mér. Kannski þarf ég að opna 7 dyr í staðinn fyrir þær 2 dyr sem ég bjóst við í upphafi. En það gerir það að verkum að þegar ég loksins næ því markmiði sem ég setti mér upphaflega, gefur það manni ennþá meira að hafa náð þeim heldur en ef það hefði verið auðvelt og tekist í fyrstu tilraun. 


Ef það væri auðvelt að ná árangri væri þá árangur eitthvað eftirsóknarvert?


Ef þú lest, horfir eða/og hlustar á alla helstu íþróttarmenn sögunnar þá sérðu nákvæmlega þetta mynstur. Þau hugsa ekki neikvætt, þau standa alltaf upp og reyna aftur þegar það tekst ekki, þau finna áskorun í öllu mögulegu og svo mætti halda áfram lengi fram eftir götunum.

Með því að hafa tileinkað mér þetta sjálfur tel ég mig nær þeirri/þeim manneskju/íþróttarmanni sem ég vil vera þegar uppi er staðið.

Nú spyr ég aftur: hvað er mótlæti?