Jan 24, 2012

smá tilraun...

Þá er komið að því sem ég hef lengi hugsað um. Mig hefur lengi langað að gera blogg um það sem ég hef virkilega áhuga á, það sem hefur hjálpað mér í gegnum tíðina og það sem mun halda áfram að hjálpa mér um ókomna tíð. Þar sem körfubolti stendur mér næst af flestu þá mun ég tala um allt frá körfuboltalegu sjónarmiði.  Annars eru dálkar hérna fyrir ofan um það sem ég mun koma til með að fjalla um þ.e. körfubolti, næring, markmið, hvatning og einstaklingsbúðir. Í dálkunum sjálfum útskýri ég svo enn frekar hvað ég ætla mér til með hverjum dálki fyrir sig.

Þessi síða hefur kostað mig blóð, svita og tár.
En svo að lokum hef ég líka búið til einn dálk sem heitir Hörður Axel sem er í raun smá kynning um mig sjálfan hvað ég hef gert, hvað ég sé að gera og hvað ég stefni á að gera í grófum dráttum.