May 10, 2012

Fæðubótarefni



Nú er farið að líða á sumar og allir farnir að hugsa hvernig þeir eigi að bæta sig fyrir næsta vetur, geri ég ráð fyrir. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í huga hjá flestum er að styrkja sig, sérstaklega hjá yngri leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í „fullorðinsmanna“ körfubolta.

Ég er búinn að fá nú þegar nokkuð margar fyrirspurnir frá ungum leikmönnum um hvaða fæðubótarefni þeir eiga að notast við til að geta styrkt sig í sumar. 

http://images.smh.com.au/2010/12/29/2112188/supplements_420-420x0.jpg
Þarftu eitthvað hér í raun?
Eitt það mikilvægasta sem fólk gleymir oftar en ekki um fæðubótarefni, leynist í orðinu sjálfu. Fæðubótarefni eru ætluð til notkunar til viðbótar við fæðuna, fæðu-bót en ekki koma í stað máltíða eins og margir halda.

Áður en byrjað er að skoða hvaða fæðubótarefni skulu vera notuð, er alltaf best að taka mataræðið fyrst í gegn. Hvað ert þú að borða margar kalóríur á dag? Hvað þarftu margar á dag? Hversu mikið af kolvetnum ertu að borða á dag? Hversu mikið af prótínum ertu að borða á dag? 


Þetta eru allt spurningar sem þú þarft að vita svarið við áður en hægt er að lýta á hvaða fæðubótarefni þú þarft. 


http://www.hvaleyrarskoli.is/images/auglysingar_logo/pyramidi.JPG
Er þetta ekki nóg?
Íþróttarmenn sem æfa mikið og vilja ná heilbrigðum árangri þurfa á miklu kolvetni að halda. Kolvetni eru orkugjafi líkamans. Flókin kolvetni eru þar fremst í flokki þar sem þau endast lengst í líkamanum. Flókin kolvetni eru til að mynda haframjöl, hrísgrjón, sætar kartöflur og pasta. Önnur kolvetni sem koma sér vel eru t.d. ávextir og grænmeti. 


Þannig ég ráðlegg öllum þeim sem vilja styrkja sig að fara vandlega yfir mataræðið fyrst. Borða reglulega, minnka nammi, minnka gos, auka við ávexti. Einnig myndi ég prufa að taka upp 2-3 daga á www.matarvefurinn.is og  sjá hversu margar kaloríur þú ert að borða, hvað þú þarft og hvað vantar uppá.  

Þetta litla ráð getur sparað þér mikin pening við óþarfa fæðubótarefniskaupum, sérstaklega fyrir körfuboltamenn sem ekki eru að reyna að keppa í vaxtarrækt. 

(Svo eru auðvitað til menn sem æfa það mikið (og með það hraðar frumur)  að þeir geta ekki komist yfir allar þær kaloríur sem þeir þurfa yfir daginn með venjulegum mat. Þeir menn þurfa fæðubótarefni til að ná árangri.) 

Nánar verður farið yfir þetta ásamt mörgu öðru á körfuboltabúðum Harðar Axels og Jóhanns Árna